Á FARMERS BISTRO KYNNUM VIÐ HEILLANDI HEIM FLÚÐASVEPPA OG FLÚÐA-JÖRFA Á MATSEÐLINUM
VIÐ ERUM EINA SVEPPABÚ LANDSINS OG LANGAR OKKUR AÐ KYNNA HVERNIG SVEPPIR ERU RÆKTAÐIR
Farmers Bistro er staðsett í fallegu umhverfi á Flúðum sem hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda ríkir hér mikil veðursæld. Farmers Bistro er afar vel í sveit sett og segja má að Flúðir séu Mekka grænmetisræktunar á Íslandi.
Farmers Bistro var stofnað með það í huga að bjóða upp á mat úr nærumhverfi. Í Flúðasveppum eru ræktaðir þrjár tegundir af sveppum, hvítir matarsveppir, kastaníusveppir og portobello sveppir. Á Flúða-Jörfa ræktum við paprikur og tómata í gróðurhúsum. Flúða-Jörfi er með útirækt í Hvítárholti þar sem ræktað er blómkál, spergilkál, hvítkál, rauðkál og gulrætur.
FARMERS BISTRO AÐHYLLIST SLOW FOOD
Slow food leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla.
AÐALSMERKI OKKAR ERU SVEPPIR OG PAPRIKKUR. VIÐ KYNNUM STOLT SVEPPA- OG PARIKURÆKTUNINA OKKAR.
KYNNING Á STARFSEMINNI ER Í BOÐI FYRIR FYRIRFRAM BÓKAÐA HÓPA 10+
FYRIR HÓPABÓKANIR VINSAMLEGAST SENDIÐ TÖLVUPÓST Á BOOKING@FARMERSBISTRO.IS