top of page
VIÐ ERUM EINA SVEPPABÚ LANDSINS OG LANGAR OKKUR AÐ KYNNA HVERNIG SVEPPIR ERU RÆKTAÐIR
Flúðasveppir eru lífrænt ræktaðir og unnir úr íslensku hráefni. Ræktaðar eru þrjár gerðir af sveppum, hvítir matarsveppir, brúnir kastaníusveppir og portobello. Ræktuð eru um 11 tonn á viku í 6 klefum.
FLÚÐASVEPPIR ERU RÆKTAÐIR Í ROTMASSA SEM VIÐ FRAMLEIÐUM. SVEPPIR VAXA UM 4% Á KLUKKUSTUND.
Í rotmassann er notaður hálmur sem við ræktun í Hvítárholti og í Vestur - Landeyjum, kjúklingaskítur frá bændum í næsta nágrenni á Suðurlandi. Íslensku vatni er síðan blandað saman við þessi hráefni og látið moltast í nokkrar vikur. Að lokum er sveppagróum sáð í rotmassann. Svepparæktun er nákvæmnisverk úr íslensku hráefni.
SVEPPIRNIR ERU HANDTÍNDIR OG FLOKKAÐIR Í HÖNDUNUM OG ÞEIM PAKKAÐ Á STAÐNUM ÁÐUR EN ÞEIR ERU SENDIR TIL NEYTENDA. SVEPPARÆKTIN ER NÁKVÆMNISVERK ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI.
Eftir svepparæktunina falla til um 60 tonn af rotmassa í hverri viku og er hann m.a, nýttur til að framleiða úrvals gróðurmold (Flúðamold) til ræktunar en þá er honum blandað saman við mómold og Hekluvikur. Gróðurmoldin er til dæmis notuð þar sem fram fer lífræn ræktun.
bottom of page