Farmers Bistro 

Opið alla daga milli 12:00-17:00

Við erum eina sveppabú landsins og langar okkur að kynna hvernig sveppir eru ræktaðir
— Farmers Bistro
54257119_1118245048355941_2272251962617495552_n.jpg

Farmers Bistro er staðsett í fallegu umhverfi á Flúðum sem hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda ríkir hér mikil veðursæld. Farmers Bistro er afar vel í sveit sett og segja má að Flúðir séu Mekka grænmetisræktunar á Íslandi.

Farmers Bistro var stofnað af Georg og Emmu til að bjóða upp á mat úr nærumhverfi. Flúðasveppir og Flúða-Jörfi eru ræktunarfyrirtæki Georgs.  Í Flúðasveppum eru ræktaðir lífrænir sveppir, hvítir matarsveppir og brúnir kastaníusveppir. Á Flúða-Jörfa ræktum við paprikur og tómata í gróðurhúsum. Flúða-Jörfi er með útirækt í Hvítárholti þar sem ræktað er blómkál, spergilkál, hvítkál, rauðkál, grænkál og gulrætur. Einnig ræktum við ferskar kryddjurtir fyrir Farmers Bistro.

Farmers Bistro aðhyllist Slow Food. 

Slow food leggur áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla.


 

Á Farmers Bistro kynnum við heillandi heim Flúðasveppa og Flúða-Jörfa á matseðlinum. 

  • Okkar aðalsmerki er að kynna ræktun Flúða-Jörfa og Flúðasveppa.

  • Vinsamlegast bókið fyrir fram á booking@farmersbistro.is

 

Við getum einnig tekið á móti hópum utan afgreiðslutíma – eftir samkomulagi.

 

farmers-44 copy.jpg

Íslenska
English