UM Fyrirtækið

Farmers Bistro var stofnað árið 2017 af Emmu Ragnheiði Marinósdóttur og Georg Ottóssynis. Fyrirtækið rekur veitingastað við Garðastíg 8, Flúðum og selur þar mat sem unnin er mest úr nærumhverfi. 

Megin áhersla er að nota hráefni úr ræktun Flúðasveppa og Flúða Jörfa.

Starfsmenn eru mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Við viljum að starfsmenn séu stoltir af fyrirtækinu og leggi allan sinn metnað í að því gangi vel. Allir gera eins vel og unnt er hverju sinni og nýta þekkingu sína og reynslu í þágu viðskiptavina sem og fyrirtækisins.

Fyrirtækinu er umhugað um sitt starfsfólk og eru auðlindir fólgnar í þekkingu og hæfni þess.

Fyrirtækin okkar taka þátt í kolefnisjöfnun samkvæmt Parísarsáttmálanum og stefnum við að því að fá kolefnisvottun innan skamms.

 
Photo 23-08-2017, 19 25 41.jpg

 

Samfélagsleg ábyrgð

Fyrirtækið ætlar að byggja upp velferð til framtíðar í átt að samfélagslegri hugsun. Stefnan byggir á ISO 26000 um samfélagslega ábyrgð en fyrirtækið stuðlar að því að samfélagið þróist á sjálfbæran hátt í sátt við umhvefið.

Gert er ráð fyrir að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem vilja styðjast við ISO 26000 staðalinn aðlagi leiðbeiningar að eigin starfsumhverfi, þar sem viðmiðin taka mið af mismunandi menningarheimum og starfsgreinum. 

Samfélagsleg ábyrgð nær til

  • stjórnunarhátta fyrirtækis/stofnunar

  • mannréttinda og minnihlutahópa

  • vinnumála og starfsumhverfis

  • umhverfismála

  • sanngjarnra viðskiptahátta

  • neytendamála

  • samfélagsþátttöku og þróunar

 

 

Stefnur

Hlutverk okkar er að þróa, framleiða, dreifa og markaðssetja fyrsta flokks hráefni á sem arðbærastan hátt fyrir eigendur, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

Fyrirtækinu er umhugað um starfsfólk sitt og viðskiptavini og tryggir að ferlar fyrirtækisins séu ávallt í samræmi við gæðakerfið. Þjónustustig fyrirtækisins er mælt reglulega á meðal viðskiptavina og starfsmanna þess og gæðakerfið er yfirfarið árlega af eigendum og stjórnendum fyrirtækisins.

more

 
 
Íslenska
English